Ég fylgist alveg ótrúlega mikið með Evu Laufey á heimasíðunni sinni, svo var ég líka svo heppin að fá bókina hennar í afmælisgjöf frá vinkonum mínum, mér til rosalega mikillar gleði.
Ég ætla að deila með ykkur uppskrift sem er í miklu uppáhaldi.
Spínat og ostafyllt cannelloni! mér fannst alveg tilvalið að bæta við kjúkling til viðbótar og það kom ótrúlega vel út.
Fyrir ca 4.
Það sem þarf í þennan rétt er
10 pastarör (cannelloni)
500gr kotasæla
200gr ferskt spínat
1 msk olía
3 msk fersk basilíka, smátt söxuð
2 hvítlauksgeirar
4 msk rifinn parmesanostur
rifinn mozzarellaostur
salt og pipar
fyrirfram eldaðir kjúklingastrimlar
Sósan
1 msk olía
2 hvítlauksrif
1 dós tómata-passata (ég notaði frá Sollu)
1/2 dós niðursoðnir tómatar
fersk basilíka
salt og pipar
Vá ég verð bara svöng á því að skrifa þetta niður..
Við byrjum á því að hita olíu á pönnu, kremja hvítlaukinn og leyfa hounum að mýkjast í stutta stund við vægan hita.
Svo bætum við spínatinu við og hrærum í þangað til það lítur svona út.
Vá lyktin er alveg merkilega góð..
Svo leyfi ég spínatinu að kólna í smá stund svo það verði ekki svona blautt.
Þá læt ég kotasælu ofan í skál ásamt spínatinu, basilíku, parmesanostinum og kjúklingnum og blanda vel saman, smakka svo til með salt og pipar.
Vá blandan er svo góð að ég gæti borðað hana eina og sér í kvöldmat..
Venjulega er ég með pastarör, mér finnst það er lang þæginlegast, en ég fann það ekki á Akureyri þannig ég sauð lasagne plötur og setti svo fyllinguna inn í og rúllaði saman. Mæli samt með rörunum, plöturnar eiga það til að festast saman eða rifna þegar þær eru orðnar svona mjúkar.
Þá er sósan eftir, en hún er voðlega einföld.
Við byrjum á því að hita olíu við vægan hita og kremja hvítlaukinn og setja á pönnuna og leyfa honum að mýkjast. Þar á eftir bætum við tómata-passata, niðursoðnum tómötum og basilíkunni við. Hræra vel og krydda með salti og pipar eftir smekk. Mér finnst voða gott að setja svo sósuna í blandara til að það verði engir tómatabitar í henni.
Þá er bara eftir að finna fínt mót, setja helminginn af sósunni í botninn, þá pastarörin og svo hinn helminginn ofan á og strá svo yfir ostinum. Þá er ekkert eftir nema að setja réttinn í ofninn við 180° í 25-35 mín :)
Verði ykkur að góðu