mánudagur, 26. maí 2014

Áskorun lokið!

Jæja þá er 30 daga áskoruninni lokið! Ég get nú alveg sagt að ég hafi staðist hana, ég var verulega dugleg að labba og svo fékk ég einnig hjólið mitt til Akureyrar þannig ég ákvað að breyta henni aðeins en hreyfa mig alltaf í minnsta lagi 30 mín á dag og ég er engu nærri hætt! 


Þetta er alveg orðin lífstíll, að hreyfa sig eitthvað örlítið á hverjum degi, skiptir varla máli hvernig það alveg bjargar bæði geðheilsunni, færð aðeins betra þol og verður sterkari í líkamanum. Ekki má gleyma því hvað maður er ánægður með sjálfan sig og hvetur mann til að borða kannski aðeins hollara eða minna! 

Áfram ég og áfram þið segi ég bara.


En frá einu yfir í annað!
Um helgina útskrifuðust þeir bræður Halldór og Hjalti Jósafat úr Verkmenntaskólanum á Akureyri! Dagurinn var alveg frábær. Útskriftin sjálf var í Hofi svo var veisla um kvöldið þar sem fjölskylda og vinir fengu að fagna með drengjunum. 

Þeir voru gífurlega fallegir, fengu fullt af pökkum, nóg að mat og drykkjum.


Mikið rosalega var ég nú stolt af sæta stráknum mínum sem gerði sér nú lítið fyrir og þeir báðir og kláruðu á 3 árum. Oh ég var smá öfundsjúk - þrái þessa fallegu húfu. 


Dagurinn var æðislegur! fengum fallegt veður og var yndislegt að fá að fagna með strákunum ásamt fjölskyldunni :) 

Jæja, aftur að lærdómnum - fyrsta prófið á miðvikudaginn, veii..

Vonandi hafið þið það sem best elsku vinir





Engin ummæli:

Skrifa ummæli