föstudagur, 25. apríl 2014

Áskorun á sjálfan mig :)

Vá 700 síðuflettingar á fyrsta degi! það er alveg miklu meira en ég átti von á. Alveg frábærar viðtökur, takk fyrir að vera svona æðisleg :)



En úr því yfir í annað! Seinustu mánuði þá hef ég alveg verið með á heilanum að léttast og verða fínni og flottari og reyna að "fitta" inn í staðla samfélagsins, hef alltaf verið mega fúl yfir því að þessar og hinar gallabuxur séu ekki eins fínar á mér og þær voru einhverntímann fyrir löngu og björgunarhringurinn utan um mig orðinn það stór að hann myndi bjarga mér frá drukknun, sem hann reyndar myndi áreiðanlega gera. 
Ég endist aldrei í neinum íþróttum eða ræktinni því annað hvort fer ég alltof geyst af stað eða endist ekkert því mér finnst það ekki gaman. En afhverju erum við þá að pína okkur í ræktinni eða hvað sem það er ef okkur finnst það ekki skemmtilegt? 
Ég sérstaklega þegar ég byrja aftur á fullu í ræktinni þá er ég þvílíkt peppuð og ætla mér sko að missa 5 kíló í lok vikunnar. Þetta eru svo mega óraunhæfir staðlar, og ég enda alltaf á því að hætta og verða enn óánægðari með sjálfan mig. 

Ég fór sérstaklega að pæla í þessu eftir skóla í dag, nú þarf ég að hætta að vera með þetta á heilanum, að ég sé ekki nógu góð fyrir sjálfan mig er bara að veita mér vanlíðan. 
Ég skoraði á sjálfan mig að næstu 30 daga ætla ég að taka 30 mínútna göngutúr á hverjum einasta degi og sjá hvernig það virkar fyrir mig, líka svo æðislegt að fara út í göngutúr í æðislega veðrinu sem er búið að vera seinustu daga. 


Hættum að pína okkur í eitthvað sem veitir okkur vanlíðan, verum hamingjusöm og brosum framan í heiminn, verum ánægð með okkur sjálf, hvort sem við erum þykk eða grönn, elskum að hlaupa eða borða og njótum þess að vera til.  Ef við breytum hugarfarinu þá er allt hægt. 

Góða helgi og verið þið góð við hvort annað

Kristín Releena

Engin ummæli:

Skrifa ummæli