fimmtudagur, 24. apríl 2014

Á ég?

Æi ég þori ekki, um hvað á ég að skrifa eiginlega? 

Ég er búin að velta þessu fyrir mér í þó nokkurn tíma hvort ég eigi að prufa og gera blogg og skrifa um það sem ég hef gaman! loksins lét ég verða af því :) 

Ég hef verið að skoða nokkur blogg undanfarið og þau hafa verið mér einhverskonar innblástur og þar á hún Guðrún Veiga stóran hlut en hún er algjörlega besti penni sem ég les! HÉR getið þið kíkt á bloggið hennar, hún kemur manni svo sannarlega alltaf í gott skap. 

Ég elska föt, snyrtivörur þótt ég hafi akkúrat enga hæfileika í  að farða mig ef ég reyni að setja á mig augnskugga þá gæti ég nú alveg eins hafa verið kýld í andlitið.Svo er það mitt lífsmarkmið en það er það að sjá allan heiminn, og já einn góðan veðurdag skal það sko verða dagurinn sem ég er búin að sjá allan heiminn svo elska ég að borða góðan mat, líka hugsa um mat..og elda mat ókei ég er algjör matarperri en þú veist hvað er lífið án góðs matar? 

Hér ætla ég mér að skrifa og pæla í áhugamálunum mínum og bara lífið og tilveruna og ég vona að einhverjir hafi gaman af. 

Gleðilegt sumar elskuleg og verið þið góð hvort við annað 

Kristín Releena :) 


1 ummæli: