laugardagur, 26. apríl 2014

The Shawshank Redemption


Halldór kom færandi hendi úr búðinni í dag mér til mikillar ánægju.
Stórmyndin The Shawshank Redemption var í pokanum og hoppaði nánast af gleði. Við horfðum á myndina um páskana og ég er búin að vera með hana á heilanum síðan og bara varð að eignast hana.



 Stórleikararnin Morgan Freeman og Tim Robbins fara með aðalhlutverkin og myndin er á topp 250 bíómyndalistanum á IMDb síðunni sem þið getið skoðað hér. Hún er um mann sem er sakaður um morð á konunni sinni og manninum sem hún heldur framhjá honum með og í bíómyndinni sjáum við hvernig hann tekur á lífinu í Shawshank fangelsinu.

Hér er trailerinn á myndinni sem var gerð árið 1994. 


Þið sem eruð ekki búin að sjá hana, hættið að gera það sem þið eruð a gera núna, og horfið á hana! þið verðið svo sannarlega ekki svikin :) 

Heyrumst! 




Engin ummæli:

Skrifa ummæli