sunnudagur, 4. maí 2014

Sunnudags sushi veisla



Í dag var skellt í heimatilbúið sushi. Þeir sem þekkja mig nú eitthvað vita að ég og sushi erum bestu vinir! Það sem mér finnst skemmtilegast að þú getur þannig séð allt í sushi, bara það sem þér finnst gott og ef þú fýlar ekki að setja hráan fisk þá er minnsta mál að fá sér bara grænmetisrúllu sem er líka ótrúlega góð.

Við byrjum á hrísgrjónunum, en þau eru undirstaðan og tekur líka svolítinn tíma. Það er mjög mikilvægt að nota japönsk hrísgrjón þar sem þau límast mikið betur saman en aðrar hrísgrjónategundir og stendur oft utan á pökkunum sushi rice eins og á myndinni hér fyrir ofan, fást í flestum matvörubúðum :) 

Til að gera hrísgrjónin eins og þau eiga að vera þarf

500ml hrísgrjón
560ml vatn
3 1/2 msk hrísgrjónaedik 
2 msk sykur
2 tsk salt 

Við byrjum á því að skola hrísgrjónin þangað til vatnið verður glært á litið.


Þá látum við grjónin í skál og látum þau liggja í vatni í 1-2 klst, og skipta um vatn ca 2-3 sinnum.

Þá setjum við hrísgrjónin í pott og setjum 560 ml af vatni út á. Setjum lokið á og ná upp suðu á háum hita, svo lækkum við hitann og leyfum hrísgrjónunum að malla í 10 mínútur, eða þangað til allt vatnið hefur gengið inn í hrísgrjónin. Svo slökkvum við undir, færum af hellunni og leyfum þeim að standa í 10-15 mínútur. Vert er að minnast á að það má ekki taka lokið af meðan matreiðslunni stendur. 
Meðan við leyfum grjónum að standa þá blöndum við saman sykri,etiki og salti í skál og hrærum þangað til allt hefur leyst upp. Svo hellum við blöndunni yfir grjónin og hrærum  varlega.  Leyfum svo hrísgrjónunum að standa í einhvern tíma þangað til þau hafa náð stofuhita. 





Þessa uppskrift fékk ég úr bókinni hennar Evu Laufeyjar. En þar er hellingur um sushi á blaðsíðum 75-83.



Hér er fiskurinn sem ég notaði í mínar rúllur. Upp til vinstri er krabbakjöt, upp til hægri er lax og fyrir neðan eru rækjur. Ég hef venjulega keypt allskonar bita í bökkum eins og rækjurnar eru í sem ég hef fundið í krónunni en þetta heppnaðist einnig ótrúlega vel. 



Hér er grænmetið og ostarnir, en eins og ég sagði þú getur sett hvað sem er. 






Ég notaði þessa græju til að gera rúllurnar! algjör snilld og tekur stuttan tíma, en mér finnst líka mjög gaman að rúlla sjálf. Þá tek ég bambus mottu, set þarablöðin ofan á hana,dreifi grjónunum vel á blaðið og út í alla kanta, svo set ég grænmetið og fiskinn, eða bara hvað sem mig langar á rúlluna mína :) 

Þessi græja virkar aðeins öðruvísi en mjög einföld í notkun.



Ég prófaði einnig eitt alveg nýtt. Ég hafði fengið svo ljómandi góða tempura bita á Osushi train. Algjörlega uppáhalds sushi staðurinn minn. Uppgvötaði hann og fór 3x í sama mánuði. Vúps! allur peningurinn búinn! 

En já heppin var ég að það var uppskrift af tempura deigi í Evu Laufeyjar bókinni minni elskulegu, ætla að deila henni með ykkur og aðferðinni. Þetta var ótrúlega gott og heppnaðist mjög vel.

Tempuradeig fyrir ca 5-6 rúllur.

150gr hveiti
1/2 tsk lyftiduft
150 ml sódavatn
olía til djúpsteikingar
salt

Aðferð: Byrjum á því að setja hveiti og lyftiduft í skál og pískra sódavatn saman við. Því næst hitum við olíu í pottu í 180°C. Fínt er að athuga hvort olían sé tilbúin með því að setja smá deigbita út í og ef bitinn flýtur og kraumar þá er hún tilbúin. Passið ykkur bara á því að hafa hana ekki allt of heita, ég brenndi mig á því og það spíttist olía út um allt sem getur verið stórhættulegt. En því næst skerum við rúllurnar í tvennt og veltum upp úr deiginu og setjum ofan í pottin í um það bil 3-4 mínútur. Svo setjum við rúllurnar á bréf og kryddum með örlitlu salti, bíðum eftir að þær kólni og skerum svo í bita. 



Svo hafði ég núðlur með og ekki má gleyma engiferinu, wakame, soya sósu og wasabi! Farið bara varlega í wasabiið :) 





Njótiði vel og vonandi áttuð þið góða helgi elsku vinir 






Engin ummæli:

Skrifa ummæli