mánudagur, 12. maí 2014

Helgin mín!

Eurovision helgin mín var alveg einstaklega skemmtileg! Bæði fögnðum við Eurovision, Palla auðvitað og svo átti Dagbjört ein úr vinahópnum 19 ára afmæli! þá ber sko að fagna rækilega. 
Þríeykið á Palla balli.

Við hittumst 7 saman í heimahúsi, elduðum fajitas pönnukökur, grænmeti og hakk meðþví. Voða gómsætt. Það var sko mikil gleði þetta kvöld og fagnaðarlæti yfir Eurovision. 

Hópurinn, frá vinstri: Gulli, Dagbjört, Brynjar, Helga, Halldór og Hjalti! 
Voðalega sæt og fín öllsömul.

Auðvitað skellti ég í köku fyrir kvöldið! hendi inn uppskrift af henni seinna í vikunni! Missti mig samt aðeins með karamelluna, hún er bara aðeins of góð :) 

Afskaplega stolt af sjálfri mér eitthvað! 

En förum að eurovision leikjunum jájájá. Þeir voru sko ekkert lítið skemmtilegir. Helga og Brynjar héldu partýið og Helga er algjör föndurdama, enda var allt voða glæsilegt þegar við komum. Hún var búin að líma 3-4 límmiða á hvert glas, á mínum stóð Holland, Þýskaland og Sviss og mynd af fánanum þeirra líka, þegar þau lönd spiluðu í keppninni, þá átti ég að fagna brjálæðslega, og halda sko með mínu landi. Afskaplega skemmtilegt allt saman. 

Segir allt sem segja þarf :)


Ég ákvað að fara örlítið fín út þetta kvöld, keypti mér nýja sumar skó og fínerí!



Já ókei ég splæsti líka í nýjan púðurbursta!
En ég meina tax free dagar í Hagkaup!

Okei peningurinn fór ekkert bara í það um helgina!
Skelltum okkur líka í bíó og á hamborgarafabrikkuna á sunnudaginn í tilefni afmælisins.
Mikið var það nú indælt. Mæli eindregið með Bad Neighbours, hún er snilld!



Hér getiði kíkt á trailerinn.

Anyway langaði bara að segja ykkur stuttlega frá helginni, Eurovision var snilld, Palli var æði, veskið tómt, hamborgarinn gómsætur, bíómyndin fyndin og Conchita er hetja.

Heyrumst. 








Engin ummæli:

Skrifa ummæli