Draumurinn minn er að sjá allann heiminn. Það er lífsmarkmiðið mitt, heimurinn heillar mig ekkert smá mikið! Ég sem hef ekki ferðast ótrúlega mikið núna, mér finnst eitthvað svo ótrúlegt að sjá allar þessar myndir af öllu og það er bara draumur að heimsækja alla þessa staði, ég er bara að bíða eftir að útskrifast til að fara út geta upplifa drauminn!
Erfitt verður það, kostar mikla peninga og svo verður örugglega ótrúlega erfitt að fara í öll þessu fátæku lönd sérstaklega í Asíu! við Halldór erum einmitt að plana núna ferð til Asíu, að fara að ferðast og skoða Asíu eftir útskrift, svo langar langar okkur líka ofboðslega mikið að bæta Eyjaálfu við þá ferð en það kemur allt í ljós :)
Mig langaði svolítið að segja ykkur frá löndunum og stöðum í Asíu sem við erum að hugsa um að heimsækja :)
Indland - Ég er ættleidd frá Indlandi, frá stórborg sem heitir Kolkata, þess vegna ákvað ég að ég vildi ferðast. Í byrjun átti þessi ferð að vera bara Indland, og nú erum við búin að bæta allri Asíu við og mögulega Eyjaálfu. Helstu borgirnar sem mig langar að heimsækja í Indlandi eru Kolkata og að heimsækja barnaheimilið Matri Sneha, þar sem ég var fyrstu 4 mánuðina. Það er einnig komin mjög spennandi hugmynd að fá að vera í Kolkata í ca mánuð og vinna sem sjálfboðaliði á barnaheimilinu! ekkert smá spennandi ég vona að ég fái það í gegn. Yrði rosalega upplifun. Fleiri borgir eru Dehli, Mumbai, Agra þar rétt við er Taj Mahal sem er auðvitað alveg ómissandi!
Svo langar mig einnig rosalega að fara til Goa og á Holi hátíðina, sem er á vorin og er kölluð Festival of Colors eða Festival of Love. Gullfallegar myndir sem ég hef skoðað og litirnir VÁ!
Einnig heillar indversk matargerð mig ótrúlega mikið, langar ótrúlega að fara á námskeið og læra indverska matargerð :)

Svo ætla ég að segja ykkur stuttlega frá hinum löndunum sem eru 12 talsins! vúps svolítið mörg!
Kína: Það sem mig langar helst að skoða í Kína er Kínamúrinn í Peking, Hong Kong, Yangsuo, Urmgi, Tupan og svo langar mig einnig rosalega að fara frá Kína til Tíbet.
Japan: Þar er Tókýó helsti staðurinn, svo er það einnig Kyoto, Himeji kastalinn og Okinawa! :)
Sri Lanka heillar mig ekkert smá mikið! En þar langar mig ofboðslega að taka 10 daga ferð sem Kilroy bíður upp á og skoða allt það fallega sem Sri Lanka hefur upp á að bjóða :) Ferðina getið þið skoðað hér.
Suður Kórea: Seoul sem er höfuðborg Suður Kóreu, Korean Folk Village og Samch'ok strendurnar.
Tæland: Þar langar mig ótrúlega að þræða götumarkaðina frá einum til annars, grandskoða Bangkok, Grand Palace og Erawan Museum.
Víetnam: Saigon, Flower Hmong, Ho chi Minh City sem er stærsti túrista staðurinn í Víetnam og Hanoí.
Þá er svo komið af Laos, það er alveg yndislega fallegt þar! Þar er höfuðborgin Vientiane, svo langar mig ofboðslega að fara í siglingu niður Mekong River, skoða Li Phi fossin, fara á That Luang Festival! æji það er bara svo ofboðslega margt manni langar bara að skoða og gera allt :)
Í Kambodiu langar mig alveg séstaklega að skoða Hofin, og Bamboo eyjarnar! einnig Phnom Penh, Angor Wat, Silver Padoga og Sihanoukville :)
Ég er ekki búin að kynna mér Singapore voðalega mikið en þar langar mig ótrúlega að skoða Sentosa Island!
Á Philipseyjum heilla Chocolate hills á eyjunni Bohol, Ceba og Sinulog festivalið í Cebu, alveg ofboðslega mikið!
Malasía, þar langar mig ótrúlega mikið að skoða höfuðborgina Kúala Lúmpur! Man svo eftir því þegar ég var yngri, þá langaði okkur Unu Rakel vinkonu minni svo að fara þangað því okkur fannst nafnið svo fyndið! gaman af því :) Þar eru einnig Perhentian eyjarnar, Penang og Georgetown!
Jæja þið sem hafið nennt að lesa þessa mega löngu færslu! hún fer alveg að taka enda 2 falleg lönd eftir :)
En það er Indónesía, þar er Balí efst á listanum, einnig Kelimutu vötnin, hofsvæði hindúa og svo væri ekkert smá gaman að læra að kafa í Indónesíu eða Tælandi :)
Endum þetta svo á Nepal, þar langar mig rosalega að fara í Royal Chitwan National Park, sem er fyrsti þjóðgarðurinn í Nepal, Kathmandu sem er höfuðborg Nepals og fleira!
Það er ekkert smá margt að skoða í Asíu og hér sagði ég ykkur bara örlítinn hluta af því! En þetta eru staðir sem ég er búin að skoða ásamt fleirum sem mig langar ofboðslega að heimsækja eins og þið lásuð og ég vona að draumurinn rætist á næsta ári!
Vonandi höfðuð þið gaman af, mér finnst allvegana alveg afskalega gaman að deila þessu með ykkur, og kannski hjálpar einhverjum sem er að fara að ferðast til Asíu :)
Góða helgi og vonandi skemmta allir sér vel yfir Eurovision á morgun. Ég ætla að hafa gaman með yndislegu fólki :)
Verið þið góð við hvort annað og enga fordóma :)