mánudagur, 26. maí 2014

Áskorun lokið!

Jæja þá er 30 daga áskoruninni lokið! Ég get nú alveg sagt að ég hafi staðist hana, ég var verulega dugleg að labba og svo fékk ég einnig hjólið mitt til Akureyrar þannig ég ákvað að breyta henni aðeins en hreyfa mig alltaf í minnsta lagi 30 mín á dag og ég er engu nærri hætt! 


Þetta er alveg orðin lífstíll, að hreyfa sig eitthvað örlítið á hverjum degi, skiptir varla máli hvernig það alveg bjargar bæði geðheilsunni, færð aðeins betra þol og verður sterkari í líkamanum. Ekki má gleyma því hvað maður er ánægður með sjálfan sig og hvetur mann til að borða kannski aðeins hollara eða minna! 

Áfram ég og áfram þið segi ég bara.


En frá einu yfir í annað!
Um helgina útskrifuðust þeir bræður Halldór og Hjalti Jósafat úr Verkmenntaskólanum á Akureyri! Dagurinn var alveg frábær. Útskriftin sjálf var í Hofi svo var veisla um kvöldið þar sem fjölskylda og vinir fengu að fagna með drengjunum. 

Þeir voru gífurlega fallegir, fengu fullt af pökkum, nóg að mat og drykkjum.


Mikið rosalega var ég nú stolt af sæta stráknum mínum sem gerði sér nú lítið fyrir og þeir báðir og kláruðu á 3 árum. Oh ég var smá öfundsjúk - þrái þessa fallegu húfu. 


Dagurinn var æðislegur! fengum fallegt veður og var yndislegt að fá að fagna með strákunum ásamt fjölskyldunni :) 

Jæja, aftur að lærdómnum - fyrsta prófið á miðvikudaginn, veii..

Vonandi hafið þið það sem best elsku vinir





sunnudagur, 18. maí 2014

KRÍT 2014

Jæja nú eru 99 dagar í útskriftaferðina til Krítar! ég verð spenntari og spenntari með hverjum deginum sem líður! það var nú ekki langt síðan að það voru 205 dagar! Tíminn líður ekkert smá hratt:)!



Við förum út mánudaginn 25.ágúst-, beint flug frá Akureyri, veryy næs! 
Komum svo til baka fimmtudaginn 4 september.

Spenningurinn í liðinu er orðinn gífurlega mikill enda getur þessi ferð bara ekki klikkað! 
Við munum vera rétt fyrir utan borgina Chania sem er næst stærsta borg Krítar :) 
Einnig rosa mikill kostur að hópurinn okkar verður eini hópurinn á hótelinu! 


Það sem ég er allra spenntust fyrir er að skoða Santorini! Hefur verið draumur lengi og loksins fær hann að rætast! 



Þetta verður allt æðislegt! Flottur hópur og fallegur staður! Getur ekki klikkað! 


mánudagur, 12. maí 2014

Helgin mín!

Eurovision helgin mín var alveg einstaklega skemmtileg! Bæði fögnðum við Eurovision, Palla auðvitað og svo átti Dagbjört ein úr vinahópnum 19 ára afmæli! þá ber sko að fagna rækilega. 
Þríeykið á Palla balli.

Við hittumst 7 saman í heimahúsi, elduðum fajitas pönnukökur, grænmeti og hakk meðþví. Voða gómsætt. Það var sko mikil gleði þetta kvöld og fagnaðarlæti yfir Eurovision. 

Hópurinn, frá vinstri: Gulli, Dagbjört, Brynjar, Helga, Halldór og Hjalti! 
Voðalega sæt og fín öllsömul.

Auðvitað skellti ég í köku fyrir kvöldið! hendi inn uppskrift af henni seinna í vikunni! Missti mig samt aðeins með karamelluna, hún er bara aðeins of góð :) 

Afskaplega stolt af sjálfri mér eitthvað! 

En förum að eurovision leikjunum jájájá. Þeir voru sko ekkert lítið skemmtilegir. Helga og Brynjar héldu partýið og Helga er algjör föndurdama, enda var allt voða glæsilegt þegar við komum. Hún var búin að líma 3-4 límmiða á hvert glas, á mínum stóð Holland, Þýskaland og Sviss og mynd af fánanum þeirra líka, þegar þau lönd spiluðu í keppninni, þá átti ég að fagna brjálæðslega, og halda sko með mínu landi. Afskaplega skemmtilegt allt saman. 

Segir allt sem segja þarf :)


Ég ákvað að fara örlítið fín út þetta kvöld, keypti mér nýja sumar skó og fínerí!



Já ókei ég splæsti líka í nýjan púðurbursta!
En ég meina tax free dagar í Hagkaup!

Okei peningurinn fór ekkert bara í það um helgina!
Skelltum okkur líka í bíó og á hamborgarafabrikkuna á sunnudaginn í tilefni afmælisins.
Mikið var það nú indælt. Mæli eindregið með Bad Neighbours, hún er snilld!



Hér getiði kíkt á trailerinn.

Anyway langaði bara að segja ykkur stuttlega frá helginni, Eurovision var snilld, Palli var æði, veskið tómt, hamborgarinn gómsætur, bíómyndin fyndin og Conchita er hetja.

Heyrumst. 








föstudagur, 9. maí 2014

Draumur um Asíu


Draumurinn minn er að sjá allann heiminn. Það er lífsmarkmiðið mitt, heimurinn heillar mig ekkert smá mikið! Ég sem hef ekki ferðast ótrúlega mikið núna, mér finnst eitthvað svo ótrúlegt að sjá allar þessar myndir af öllu og það er bara draumur að heimsækja alla þessa staði, ég er bara að bíða eftir að útskrifast til að fara út geta upplifa drauminn!



 Erfitt verður það, kostar mikla peninga og svo verður örugglega ótrúlega erfitt að fara í öll þessu fátæku lönd sérstaklega í Asíu! við Halldór erum einmitt að plana núna ferð til Asíu, að fara að ferðast og skoða Asíu eftir útskrift, svo langar langar okkur líka ofboðslega mikið að bæta Eyjaálfu við þá ferð en það kemur allt í ljós :) 


Mig langaði svolítið að segja ykkur frá löndunum og stöðum í Asíu sem við erum að hugsa um að heimsækja :) 


Indland - Ég er ættleidd frá Indlandi, frá stórborg sem heitir Kolkata, þess vegna ákvað ég að ég vildi ferðast. Í byrjun átti þessi ferð að vera bara Indland, og nú erum við búin að bæta allri Asíu við og mögulega Eyjaálfu. Helstu borgirnar sem mig langar að heimsækja í Indlandi eru Kolkata og að heimsækja barnaheimilið Matri Sneha, þar sem ég var fyrstu 4 mánuðina. Það er einnig komin mjög spennandi hugmynd að fá að vera í Kolkata í ca mánuð og vinna sem sjálfboðaliði á barnaheimilinu! ekkert smá spennandi ég vona að ég fái það í gegn. Yrði rosalega upplifun. Fleiri borgir eru Dehli, Mumbai, Agra þar rétt við er Taj Mahal sem er auðvitað alveg ómissandi!




 Svo langar mig einnig rosalega að fara til Goa og á Holi hátíðina, sem er á vorin og er kölluð Festival of Colors eða Festival of Love. Gullfallegar myndir sem ég hef skoðað og litirnir VÁ! 





Einnig heillar indversk matargerð mig ótrúlega mikið, langar ótrúlega að fara á námskeið og læra indverska matargerð :) 




















Svo ætla ég að segja ykkur stuttlega frá hinum löndunum sem eru 12 talsins! vúps svolítið mörg! 


Kína: Það sem mig langar helst að skoða í Kína er Kínamúrinn í Peking, Hong Kong, Yangsuo, Urmgi, Tupan og svo langar mig einnig rosalega að fara frá Kína til Tíbet. 



Japan: Þar er Tókýó helsti staðurinn, svo er það einnig Kyoto, Himeji kastalinn og Okinawa! :) 


Sri Lanka heillar mig ekkert smá mikið! En þar langar mig ofboðslega að taka 10 daga ferð sem Kilroy bíður upp á og skoða allt það fallega sem Sri Lanka hefur upp á að bjóða :) Ferðina getið þið skoðað hér

Suður Kórea: Seoul sem er höfuðborg Suður Kóreu, Korean Folk Village og Samch'ok strendurnar. 


Tæland: Þar langar mig ótrúlega að þræða götumarkaðina frá einum til annars, grandskoða Bangkok, Grand Palace og Erawan Museum. 


Víetnam: Saigon, Flower Hmong, Ho chi Minh City sem er stærsti túrista staðurinn í Víetnam og Hanoí. 


Þá er svo komið af Laos, það er alveg yndislega fallegt þar! Þar er höfuðborgin Vientiane, svo langar mig ofboðslega að fara í siglingu niður Mekong River, skoða Li Phi fossin, fara á That Luang Festival! æji það er bara svo ofboðslega margt manni langar bara að skoða og gera allt :) 


Í Kambodiu langar mig alveg séstaklega að skoða Hofin, og Bamboo eyjarnar! einnig Phnom Penh, Angor Wat, Silver Padoga og Sihanoukville :) 


Ég er ekki búin að kynna mér Singapore voðalega mikið en þar langar mig ótrúlega að skoða Sentosa Island! 


Á Philipseyjum heilla Chocolate hills á eyjunni Bohol, Ceba og Sinulog festivalið í Cebu, alveg ofboðslega mikið! 


Malasía, þar langar mig ótrúlega mikið að skoða höfuðborgina Kúala Lúmpur! Man svo eftir því þegar ég var yngri, þá langaði okkur Unu Rakel vinkonu minni svo að fara þangað því okkur fannst nafnið svo fyndið! gaman af því :) Þar eru einnig Perhentian eyjarnar, Penang og Georgetown! 

Jæja þið sem hafið nennt að lesa þessa mega löngu færslu! hún fer alveg að taka enda 2 falleg lönd eftir :) 


En það er Indónesía, þar er Balí efst á listanum, einnig Kelimutu vötnin, hofsvæði hindúa og svo væri ekkert smá gaman að læra að kafa í Indónesíu eða Tælandi :) 


Endum þetta svo á Nepal, þar langar mig rosalega að fara í Royal Chitwan National Park, sem er fyrsti þjóðgarðurinn í Nepal, Kathmandu sem er höfuðborg Nepals og fleira! 

Það er ekkert smá margt að skoða í Asíu og hér sagði ég ykkur bara örlítinn hluta af því! En þetta eru staðir sem ég er búin að skoða ásamt fleirum sem mig langar ofboðslega að heimsækja eins og þið lásuð og ég vona að draumurinn rætist á næsta ári! 

Vonandi höfðuð þið gaman af, mér finnst allvegana alveg afskalega gaman að deila þessu með ykkur, og kannski hjálpar einhverjum sem er að fara að ferðast til Asíu :) 

Góða helgi og vonandi skemmta allir sér vel yfir Eurovision á morgun. Ég ætla að hafa gaman með yndislegu fólki :) 

Verið þið góð við hvort annað og enga fordóma :) 

sunnudagur, 4. maí 2014

Sunnudags sushi veisla



Í dag var skellt í heimatilbúið sushi. Þeir sem þekkja mig nú eitthvað vita að ég og sushi erum bestu vinir! Það sem mér finnst skemmtilegast að þú getur þannig séð allt í sushi, bara það sem þér finnst gott og ef þú fýlar ekki að setja hráan fisk þá er minnsta mál að fá sér bara grænmetisrúllu sem er líka ótrúlega góð.

Við byrjum á hrísgrjónunum, en þau eru undirstaðan og tekur líka svolítinn tíma. Það er mjög mikilvægt að nota japönsk hrísgrjón þar sem þau límast mikið betur saman en aðrar hrísgrjónategundir og stendur oft utan á pökkunum sushi rice eins og á myndinni hér fyrir ofan, fást í flestum matvörubúðum :) 

Til að gera hrísgrjónin eins og þau eiga að vera þarf

500ml hrísgrjón
560ml vatn
3 1/2 msk hrísgrjónaedik 
2 msk sykur
2 tsk salt 

Við byrjum á því að skola hrísgrjónin þangað til vatnið verður glært á litið.


Þá látum við grjónin í skál og látum þau liggja í vatni í 1-2 klst, og skipta um vatn ca 2-3 sinnum.

Þá setjum við hrísgrjónin í pott og setjum 560 ml af vatni út á. Setjum lokið á og ná upp suðu á háum hita, svo lækkum við hitann og leyfum hrísgrjónunum að malla í 10 mínútur, eða þangað til allt vatnið hefur gengið inn í hrísgrjónin. Svo slökkvum við undir, færum af hellunni og leyfum þeim að standa í 10-15 mínútur. Vert er að minnast á að það má ekki taka lokið af meðan matreiðslunni stendur. 
Meðan við leyfum grjónum að standa þá blöndum við saman sykri,etiki og salti í skál og hrærum þangað til allt hefur leyst upp. Svo hellum við blöndunni yfir grjónin og hrærum  varlega.  Leyfum svo hrísgrjónunum að standa í einhvern tíma þangað til þau hafa náð stofuhita. 





Þessa uppskrift fékk ég úr bókinni hennar Evu Laufeyjar. En þar er hellingur um sushi á blaðsíðum 75-83.



Hér er fiskurinn sem ég notaði í mínar rúllur. Upp til vinstri er krabbakjöt, upp til hægri er lax og fyrir neðan eru rækjur. Ég hef venjulega keypt allskonar bita í bökkum eins og rækjurnar eru í sem ég hef fundið í krónunni en þetta heppnaðist einnig ótrúlega vel. 



Hér er grænmetið og ostarnir, en eins og ég sagði þú getur sett hvað sem er. 






Ég notaði þessa græju til að gera rúllurnar! algjör snilld og tekur stuttan tíma, en mér finnst líka mjög gaman að rúlla sjálf. Þá tek ég bambus mottu, set þarablöðin ofan á hana,dreifi grjónunum vel á blaðið og út í alla kanta, svo set ég grænmetið og fiskinn, eða bara hvað sem mig langar á rúlluna mína :) 

Þessi græja virkar aðeins öðruvísi en mjög einföld í notkun.



Ég prófaði einnig eitt alveg nýtt. Ég hafði fengið svo ljómandi góða tempura bita á Osushi train. Algjörlega uppáhalds sushi staðurinn minn. Uppgvötaði hann og fór 3x í sama mánuði. Vúps! allur peningurinn búinn! 

En já heppin var ég að það var uppskrift af tempura deigi í Evu Laufeyjar bókinni minni elskulegu, ætla að deila henni með ykkur og aðferðinni. Þetta var ótrúlega gott og heppnaðist mjög vel.

Tempuradeig fyrir ca 5-6 rúllur.

150gr hveiti
1/2 tsk lyftiduft
150 ml sódavatn
olía til djúpsteikingar
salt

Aðferð: Byrjum á því að setja hveiti og lyftiduft í skál og pískra sódavatn saman við. Því næst hitum við olíu í pottu í 180°C. Fínt er að athuga hvort olían sé tilbúin með því að setja smá deigbita út í og ef bitinn flýtur og kraumar þá er hún tilbúin. Passið ykkur bara á því að hafa hana ekki allt of heita, ég brenndi mig á því og það spíttist olía út um allt sem getur verið stórhættulegt. En því næst skerum við rúllurnar í tvennt og veltum upp úr deiginu og setjum ofan í pottin í um það bil 3-4 mínútur. Svo setjum við rúllurnar á bréf og kryddum með örlitlu salti, bíðum eftir að þær kólni og skerum svo í bita. 



Svo hafði ég núðlur með og ekki má gleyma engiferinu, wakame, soya sósu og wasabi! Farið bara varlega í wasabiið :) 





Njótiði vel og vonandi áttuð þið góða helgi elsku vinir 






föstudagur, 2. maí 2014

Must have

Jæja nú er ég farin að þrá ný föt! Get hreinlega ekki beðið eftir því að fara að vinna í sumar og kaupa mér örfáar nýjar flíkur!


River Island kjóll frá Asos! finnst munstrið alveg mega sætt og hann yrði æði í sumar og svo hentar einnig þetta snið mér svo vel..sá hann í gær á síðunni og kolféll fyrir honum! kostar ekki nema tæplega 4.000kr :) 

Ókei vávává! hann er svo fallegur!
River Island Palm Print Blazer frá asos. 
Hann kostar 7500kr sirka! ég bara verð að eignast hann! 


Ókei eins og þið sjáið kannski þá elska ég liti!
Þessi er svo mikið ég sniðið og litnir :) kostar tæplega 5þúsund krónur líka frá asos! 

Nú þarf ég að hætta að væla yfir því að vera svona bláfátækur námsmaður! Nokkrar vikur og þá vonandi verður eitthvað af þessu mitt

Góða helgi elskurnar og verið góð hvort við annað :)