Jæja þá er sumarfríið loksins gengið í garð eftir frekar erfiða próftíð.
En ég byrjaði sumarfríið auðvitað á því að fara beint eftir seinasta próf á rub 23 með Halldóri og fengum okkur guðdómlega sushi pizzu og sushi rúllu :)
Ég bara gæti ekki mælt meira með sushi pizzunni, ókei þið sem hafið ekki smakkað hana, ekki sjá fyrir ykkur pizzu með sushi á, farið þið bara og smakkið.
Verðið alls ekki svikin!
En þá hættum við ekki að borða, neinei - aldeilis ekki.
Fórum heim og skelltum í krúttlega bangsaköku.
Því næst var grillað í Tungusíðunni :)
Eftir mat sátumst við út í góða veðrið og spjölluðum - einstaklega fallegur drengurinn.
Svo fékk ég stelpurnar mínar í heimsókn og spjölluðum, borðuðum nóg af köku og kvöddumst svo - hendi með hérna mynd af árshátíðinni fyrst ég tók enga mynd af okkur saman. Þær eru nú alveg gullfallegar :-)
Ég kvaddi svo strákinn minn og hélt heim á leið í strætó á fimmtudagsmorgun :)
En mikið er nú gott að vera komin heim!
Ragnhildur besta vinkona mín kom svo í heimsókn á fimmtudagskvöldið með krúttlegu og lang bestu cupcakes sem ég hef smakkað vá! það var sko oreo kex inní þeim..held ég verði nú að fá mér eina það eru nokkrar eftir..svo góðar!
Hún kom líka með svona grímu maska! besta mynd sem tekin hefur verið af okkur!
Samt einstaklega góðir maskar - fást í krónunni og eru með aloe vera og grænu tei í :)
Í gær tók ég svo mína fyrstu vakt, ætla að vinna á Dvalarheimilinu Höfða í sumar og ég verð að segja að ég hef bara ótrúlega góða tilfinningu fyrir þessu. Verður pottþétt erfitt, en líka afskaplega krefjandi og skemmtilegt.
En jæja þá er herbergið loksins orðið fínt!
Flestir uppáhaldshlutirnir fengu að fara í þessa fína hillu! Skór, muninsblöð, ittala skálin, bleiki bollin, undirskálin og diskurinn frá ömmu og afa og auðvitað myndirnar.
Uppskriftabækur, polariod myndavélin og myndir!
drífa mig að klára þessa um helgina svo ég geti skellt mér í bíó:)
Þetta er nú bara orðið ágætlega huggulegt hjá mér.
Ég vil bara óska ykkur gleðilegs sumars elsku vinir. Vonandi munuð þið hafa það afskaplega gott. Mun reyna vera dugleg að deila með ykkur hvað ég er að bardúsa.
Verið góð hvort við annað
Og já!
ÉG NÁÐI ÖLLUM PRÓFUNUM! - gaman af því :)