sunnudagur, 15. júní 2014

Helgin mín

Fékk besta vin minn og kærasta í heimsókn um helgina. Mikið sem það var gott að fá hann. Ákváðum að nýta þennan stutta tíma sem við fengum þessa helgi, þar sem hann kom seint á föstudagskvöld og skelltum okkur til Reykjavíkur á laugardagsmorgun.

Ákváðum að leggja hjá Hlemmi og ganga niður Laugarveginn. Yndislegt veður, þótt það hafi nú ekki verið mikil sól þegar við komum þá var fínn hiti og mikið fólk í borginni.

Mér finnst alveg ofsalega gaman að kaupa mér eitthvað nýtt og skemmtilegt. Kíktum inn í verslunina Maníu og þar er ótrúlegt úrval af sólgleraugum, stóðst ekki mátið og keypti ein. Kringlótt auðvitað, eins og öll hin.

Götu salarnir voru einnig komnir á kreik á Laugaveginum og þar hitti ég gamlan kunningja, hann Paul sem var að selja hálsmenn og allskonar skartgripi, peningarnar fóru svo til barna til að borga þeirra skólagöngu og Halldór leyfði mér að velja mér eitt hálsmen. Ekkert smá ánægð með það, setti það strax á mig og ekki var það leiðinlegt að styrkja tvö börn í leiðinni.


Algjör skvísa með gleraugun og hálsmenið sem ég sé fyrir mér að verði mikið notað!

Því næst var borðað, vorum búin að velta mikið fyrir okkur hvar við ættum að borða en Hraðlestin varð fyrir valinu, og óvá urðum svo ekki fyrir vonbrigðum.


Gullfallegur að bíða eftir matnum sínum. 

Ég fékk mér indversku kjúklingapítsuna - á henni var tandoori kjúklingur, tikka masala sósa, ostur, klettasalat og raitha, sem er hvíta sósan og brauðið er svo naan brauð. Þessi er gríðarlega góð, mæli með henni ef þið viljið prófa eitthvað nýtt, örlítið sterkt og ofboðslega bragðgóð. 

Halldór fékk sér kjúklinga thali, en þetta eru tveir kjúklingaréttir, einn grænmetisréttur, raitha jógúrtsósa, basmati hrísgrjón, hvítlauks naan, sætt mangó chutney og pappad smábrauð. Þetta var einnig ótrúlega gott, eða það sem ég smakkaði af því, líka gaman að fá nokkra smárétti til að prófa margt í einu.
- Fékk að stela þessari mynd á heimasíðunni hjá þeim.
www.hradlestin.is


En því næst röltum við í kolaportið, þar sem ég nældi mér í þessa fínu peysu á 700kr. 

Á leiðinni heim kíktum við svo við í kringlunni þar sem ég krafðist þess að fá að komast aðeins í snyrtivörubúðina Inglot.

Keypti mér þennan fína kinnalit

og gullfallegan varalit, hann er svona rauð appelsínugulur, ótrúlega flottur svona í sumar, litur númer 279. 

Mæli eindregið með inglot, bæði ótrúlega flottar og góðar vörur, og það sem mér finnst líka skipta mjög miklu máli er að þær eru á viðráðanlegu verði. 


Afskaplega ánægð með daginn sem við enduðum svo á því að passa lilann minn, elduðum cannelloni, og borðuðum ís yfir mynd


Á sunnudeginum var svo kúrt frameftir, skellt sér í sund og keypt ís frá Ísbílnum og borðað yfir orange is the new black.

Hafið þið það gott elsku vinir og njótið sumarsins. 








Engin ummæli:

Skrifa ummæli