mánudagur, 23. júní 2014

Snyrtifræðingurinn

Eins og ég kom inn á í fyrstu færslunni minni, þá er ég alls ekki með förðunarhæfileikana. En í kvöld fékk ég þá löngun að æfa mig aðeins..
Byrjaði að horfa á fullt af myndböndum á YouTube
Ákvað svo að gera augabrúnirnar mínar fínar..neinei ég gerði auðvitað næstum gat í aðra þeirra..

Mamma reyndar náði að grípa inn í áður en hörmungarnir gerðust. 
Ég vil nú hafa þær frekar þéttar og ég get svosem alveg verið sátt með þetta. 

Já, rakaði líka einu sinni aðra þeirra af með rakvélinni hans pabba. Það er erfitt að vera svona forvitin hvernig hlutirnir virka..

En svo byrjuðu slysin að gerast..
Mig langaði að prufa að gera þetta.
Á miðri leið hætti ég bara, augnlokið var orðið svona og ég á greinilega enga framtíð í þessu.

Læt bara fagmenn um þetta.




Engin ummæli:

Skrifa ummæli