Ég loksins fann húð vörurnar mínar! fullkomnar fyrir mína húð og í ódýrari kantinum.
Ég er inn á síðu á facebook sem heitir Beauty tips. Ótrúlega flott og góð síða þar sem fólk á öllum aldri kemur með ráð eða biður um ráð sem tengjast förðun og einhverju slíku. Þar byrjaði ég að heyra um merkið Garnier, en ég hef bara heyrt um það og notað sjampó frá þeim. Var búin að heyra mjög góða hluti um nýju línuna þeirra og rakst svo á vörur frá þeim í krónunni hér á Akranesi. Ég varð auðvitað að prufa.
Ég ákvað nú að byrja smátt og keypti mér hreinsiklúta frá þeim. Þvílíkt undraefni.
Mér hefur oftast fundið best að nota hreinsiklúta á kvöldin til að þrífa af mér farðann og hef nú aldrei fundið neina góða, alltaf bara einhverja skítsæmilega sem ég þurfti alltaf að bleyta meira eða nota 2 eða fleiri til að ná öllu af. Þessir frá garnier eru akkúrat andstæðan, góður raki í þeim, og húðin verður silkimjúk eftir á og ótrúlega fersk. Ég las að gott sé að nota andlitsvatnið frá þeim eftir á til að strjúka yfir. Loka svitaholunum eða eitthvað svoleiðis.
Ég splæsi kannski í það líka.
Ég var nú líka búin að heyra eitthvað á þessari fínu fésbókarsíðu af Moisture Match rakakremunum þeirra, ég er með frekar þurra húð, en er gjörn á að fá litlar bólur. Seld eru 4 krem úr þessari línu, fyrir þurra húð, normal húð, olíu miklahúð og þreytta húð. Ég tók fyrir þurra húð, og ég er strax farin að finna fyrir að húðin mín er byrjuð að lagast og ekki alltaf svona þurr. Mæli með þessum kremum, þau eru einnig sérstaklega gerð með húð kvenna á norðurlöndum í huga. Það skemmir ekki.
Síðast en ekki síst er það andlits skrúbburinn.
Hann er gríðarlega góður, og hreinsar ótrúlega vel. Hann er sérstaklega gerður fyrir húð sem er ójöfn, og gjörn á að fá bólur. Ég byrjaði að nota skrúbbinn í gær og er nú búin að nota hann 2x, ég er farin að finna smá mun, skrúbburinn og rakakremið vinnur ótrúlega vel saman finnst mér og húðin mín er búin að vera mjög mjúk, áferðin á farðanum kemur einnig mikið betur út eftir að ég byrjaði að nota þennan skrúbb, þrátt fyrir mjög stuttann tíma. Ég hef verið að nota hann á kvöldin þar sem ég er farin að eiga ótrúlega erfitt að vakna á morgnanna og dunda mér í einhverju svona. Ég byrja þá að því að taka farðann af með hreinsiklútnum, nudda svo skrúbbinn á andlitið á mér, og í kringum augun. Leyfi honum svo að bíða í einhverja stund, ég horfði á einn hálftíma þátt og tók hann svo af með rökum þvottapoka. Það yrði svo örugglega mjög gott að enda hreinsunina með andlitsvatninu sem ég talaði um hér að ofan :)
Svo þarf ég líka að prufa primerinn, hef heyrt að hann sé ótrúlega góður. Húðin glansi ekki svo mikið og eitthvað svoleiðis. Læt ykkur vita hvernig það fer.
Og já, vörurnar fást í hagkaup, bónus og krónunni, svo ég viti.
Og já, vörurnar fást í hagkaup, bónus og krónunni, svo ég viti.
Heyrumst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli