miðvikudagur, 9. júlí 2014

SUSHI

Mmm í kvöld gerði ég sushi, ætla að leyfa ykkur að njóta þess með mér með því að skoða myndirnar sem ég tók meðan það var í gerð. Elska hvað sushi er fallegt, litríkt og GOTT.


Grænmetið sem ég notaði


Fyrsta rúllan


Hjálparhellan mín












Þetta var sko hrikalega gómsætt. 
Verði ykkur að góðu. 

Ps. keypti primerinn í dag frá Garnier! hlakka til að prufa á morgun :) 

Heyrumst. 

þriðjudagur, 8. júlí 2014

GARNIER

Ég loksins fann húð vörurnar mínar! fullkomnar fyrir mína húð og í ódýrari kantinum.





Ég er inn á síðu á facebook sem heitir Beauty tips. Ótrúlega flott og góð síða þar sem fólk á öllum aldri kemur með ráð eða biður um ráð sem tengjast förðun og einhverju slíku. Þar byrjaði ég að heyra um merkið Garnier, en ég hef bara heyrt um það og notað sjampó frá þeim. Var búin að heyra mjög góða hluti um nýju línuna þeirra og rakst svo á vörur frá þeim í krónunni hér á Akranesi. Ég varð auðvitað að prufa. 



Ég ákvað nú að byrja smátt og keypti mér hreinsiklúta frá þeim. Þvílíkt undraefni.
 Mér hefur oftast fundið best að nota hreinsiklúta á kvöldin til að þrífa af mér farðann og hef nú aldrei fundið neina góða, alltaf bara einhverja skítsæmilega sem ég þurfti alltaf að bleyta meira eða nota 2 eða fleiri til að ná öllu af. Þessir frá garnier eru akkúrat andstæðan, góður raki í þeim, og húðin verður silkimjúk eftir á og ótrúlega fersk. Ég las að gott sé að nota andlitsvatnið frá þeim eftir á til að strjúka yfir. Loka svitaholunum eða eitthvað svoleiðis. 
Ég splæsi kannski í það líka. 


Ég var nú líka búin að heyra eitthvað á þessari fínu fésbókarsíðu af Moisture Match rakakremunum þeirra, ég er með frekar þurra húð, en er gjörn á að fá litlar bólur. Seld eru 4 krem úr þessari línu, fyrir þurra húð, normal húð, olíu miklahúð og þreytta húð. Ég tók fyrir þurra húð, og ég er strax farin að finna fyrir að húðin mín er byrjuð að lagast og ekki alltaf svona þurr. Mæli með þessum kremum, þau eru einnig sérstaklega gerð með húð kvenna á norðurlöndum í huga. Það skemmir ekki. 

Síðast en ekki síst er það andlits skrúbburinn. 

Hann er gríðarlega góður, og hreinsar ótrúlega vel. Hann er sérstaklega gerður fyrir húð sem er ójöfn, og gjörn á að fá bólur. Ég byrjaði að nota skrúbbinn í gær og er nú búin að nota hann 2x, ég er farin að finna smá mun, skrúbburinn og rakakremið vinnur ótrúlega vel saman finnst mér og húðin mín er búin að vera mjög mjúk, áferðin á farðanum kemur einnig mikið betur út eftir að ég byrjaði að nota þennan skrúbb, þrátt fyrir mjög stuttann tíma. Ég hef verið að nota hann á kvöldin þar sem ég er farin að eiga ótrúlega erfitt að vakna á morgnanna og dunda mér í einhverju svona. Ég byrja þá að því að taka farðann af með hreinsiklútnum, nudda svo skrúbbinn á andlitið á mér, og í kringum augun. Leyfi honum svo að bíða í einhverja stund, ég horfði á einn hálftíma þátt og tók hann svo af með rökum þvottapoka. Það yrði svo örugglega mjög gott að enda hreinsunina með andlitsvatninu sem ég talaði um hér að ofan :) 



Svo þarf ég líka að prufa primerinn, hef heyrt að hann sé ótrúlega góður. Húðin glansi ekki svo mikið og eitthvað svoleiðis. Læt ykkur vita hvernig það fer.

Og já, vörurnar fást í hagkaup, bónus og krónunni, svo ég viti.

Heyrumst. 

mánudagur, 23. júní 2014

Snyrtifræðingurinn

Eins og ég kom inn á í fyrstu færslunni minni, þá er ég alls ekki með förðunarhæfileikana. En í kvöld fékk ég þá löngun að æfa mig aðeins..
Byrjaði að horfa á fullt af myndböndum á YouTube
Ákvað svo að gera augabrúnirnar mínar fínar..neinei ég gerði auðvitað næstum gat í aðra þeirra..

Mamma reyndar náði að grípa inn í áður en hörmungarnir gerðust. 
Ég vil nú hafa þær frekar þéttar og ég get svosem alveg verið sátt með þetta. 

Já, rakaði líka einu sinni aðra þeirra af með rakvélinni hans pabba. Það er erfitt að vera svona forvitin hvernig hlutirnir virka..

En svo byrjuðu slysin að gerast..
Mig langaði að prufa að gera þetta.
Á miðri leið hætti ég bara, augnlokið var orðið svona og ég á greinilega enga framtíð í þessu.

Læt bara fagmenn um þetta.




sunnudagur, 15. júní 2014

Helgin mín

Fékk besta vin minn og kærasta í heimsókn um helgina. Mikið sem það var gott að fá hann. Ákváðum að nýta þennan stutta tíma sem við fengum þessa helgi, þar sem hann kom seint á föstudagskvöld og skelltum okkur til Reykjavíkur á laugardagsmorgun.

Ákváðum að leggja hjá Hlemmi og ganga niður Laugarveginn. Yndislegt veður, þótt það hafi nú ekki verið mikil sól þegar við komum þá var fínn hiti og mikið fólk í borginni.

Mér finnst alveg ofsalega gaman að kaupa mér eitthvað nýtt og skemmtilegt. Kíktum inn í verslunina Maníu og þar er ótrúlegt úrval af sólgleraugum, stóðst ekki mátið og keypti ein. Kringlótt auðvitað, eins og öll hin.

Götu salarnir voru einnig komnir á kreik á Laugaveginum og þar hitti ég gamlan kunningja, hann Paul sem var að selja hálsmenn og allskonar skartgripi, peningarnar fóru svo til barna til að borga þeirra skólagöngu og Halldór leyfði mér að velja mér eitt hálsmen. Ekkert smá ánægð með það, setti það strax á mig og ekki var það leiðinlegt að styrkja tvö börn í leiðinni.


Algjör skvísa með gleraugun og hálsmenið sem ég sé fyrir mér að verði mikið notað!

Því næst var borðað, vorum búin að velta mikið fyrir okkur hvar við ættum að borða en Hraðlestin varð fyrir valinu, og óvá urðum svo ekki fyrir vonbrigðum.


Gullfallegur að bíða eftir matnum sínum. 

Ég fékk mér indversku kjúklingapítsuna - á henni var tandoori kjúklingur, tikka masala sósa, ostur, klettasalat og raitha, sem er hvíta sósan og brauðið er svo naan brauð. Þessi er gríðarlega góð, mæli með henni ef þið viljið prófa eitthvað nýtt, örlítið sterkt og ofboðslega bragðgóð. 

Halldór fékk sér kjúklinga thali, en þetta eru tveir kjúklingaréttir, einn grænmetisréttur, raitha jógúrtsósa, basmati hrísgrjón, hvítlauks naan, sætt mangó chutney og pappad smábrauð. Þetta var einnig ótrúlega gott, eða það sem ég smakkaði af því, líka gaman að fá nokkra smárétti til að prófa margt í einu.
- Fékk að stela þessari mynd á heimasíðunni hjá þeim.
www.hradlestin.is


En því næst röltum við í kolaportið, þar sem ég nældi mér í þessa fínu peysu á 700kr. 

Á leiðinni heim kíktum við svo við í kringlunni þar sem ég krafðist þess að fá að komast aðeins í snyrtivörubúðina Inglot.

Keypti mér þennan fína kinnalit

og gullfallegan varalit, hann er svona rauð appelsínugulur, ótrúlega flottur svona í sumar, litur númer 279. 

Mæli eindregið með inglot, bæði ótrúlega flottar og góðar vörur, og það sem mér finnst líka skipta mjög miklu máli er að þær eru á viðráðanlegu verði. 


Afskaplega ánægð með daginn sem við enduðum svo á því að passa lilann minn, elduðum cannelloni, og borðuðum ís yfir mynd


Á sunnudeginum var svo kúrt frameftir, skellt sér í sund og keypt ís frá Ísbílnum og borðað yfir orange is the new black.

Hafið þið það gott elsku vinir og njótið sumarsins. 








laugardagur, 7. júní 2014

Sumarfríí :)

Jæja þá er sumarfríið loksins gengið í garð eftir frekar erfiða próftíð.


En ég byrjaði sumarfríið auðvitað á því að fara beint eftir seinasta próf á rub 23 með Halldóri og fengum okkur guðdómlega sushi pizzu og sushi rúllu :) 
Ég bara gæti ekki mælt meira með sushi pizzunni, ókei þið sem hafið ekki smakkað hana, ekki sjá fyrir ykkur pizzu með sushi á, farið þið bara og smakkið. 
Verðið alls ekki svikin!

En þá hættum við ekki að borða, neinei - aldeilis ekki.

Fórum heim og skelltum í krúttlega bangsaköku.

Því næst var grillað í Tungusíðunni :)

Eftir mat sátumst við út í góða veðrið og spjölluðum - einstaklega fallegur drengurinn.


Svo fékk ég stelpurnar mínar í heimsókn og spjölluðum, borðuðum nóg af köku og kvöddumst svo - hendi með hérna mynd af árshátíðinni fyrst ég tók enga mynd af okkur saman. Þær eru nú alveg gullfallegar :-)

Ég kvaddi svo strákinn minn og hélt heim á leið í strætó á fimmtudagsmorgun :)


En mikið er nú gott að vera komin heim! 
Ragnhildur besta vinkona mín kom svo í heimsókn á fimmtudagskvöldið með krúttlegu og lang bestu cupcakes sem ég hef smakkað vá! það var sko oreo kex inní þeim..held ég verði nú að fá mér eina það eru nokkrar eftir..svo góðar!

Hún kom líka með svona grímu maska! besta mynd sem tekin hefur verið af okkur! 
Samt einstaklega góðir maskar - fást í krónunni og eru með aloe vera og grænu tei í :)

Í gær tók ég svo mína fyrstu vakt, ætla að vinna á Dvalarheimilinu Höfða í sumar og ég verð að segja að ég hef bara ótrúlega góða tilfinningu fyrir þessu. Verður pottþétt erfitt, en líka afskaplega krefjandi og skemmtilegt. 

En jæja þá er herbergið loksins orðið fínt! 

Flestir uppáhaldshlutirnir fengu að fara í þessa fína hillu! Skór, muninsblöð, ittala skálin, bleiki bollin, undirskálin og diskurinn frá ömmu og afa og auðvitað myndirnar.

Uppskriftabækur, polariod myndavélin og myndir!

drífa mig að klára þessa um helgina svo ég geti skellt mér í bíó:)



Þetta er nú bara orðið ágætlega huggulegt hjá mér. 


Ég vil bara óska ykkur gleðilegs sumars elsku vinir. Vonandi munuð þið hafa það afskaplega gott. Mun reyna vera dugleg að deila með ykkur hvað ég er að bardúsa.

Verið góð hvort við annað

Og já! 
ÉG NÁÐI ÖLLUM PRÓFUNUM!  - gaman af því :) 















mánudagur, 26. maí 2014

Áskorun lokið!

Jæja þá er 30 daga áskoruninni lokið! Ég get nú alveg sagt að ég hafi staðist hana, ég var verulega dugleg að labba og svo fékk ég einnig hjólið mitt til Akureyrar þannig ég ákvað að breyta henni aðeins en hreyfa mig alltaf í minnsta lagi 30 mín á dag og ég er engu nærri hætt! 


Þetta er alveg orðin lífstíll, að hreyfa sig eitthvað örlítið á hverjum degi, skiptir varla máli hvernig það alveg bjargar bæði geðheilsunni, færð aðeins betra þol og verður sterkari í líkamanum. Ekki má gleyma því hvað maður er ánægður með sjálfan sig og hvetur mann til að borða kannski aðeins hollara eða minna! 

Áfram ég og áfram þið segi ég bara.


En frá einu yfir í annað!
Um helgina útskrifuðust þeir bræður Halldór og Hjalti Jósafat úr Verkmenntaskólanum á Akureyri! Dagurinn var alveg frábær. Útskriftin sjálf var í Hofi svo var veisla um kvöldið þar sem fjölskylda og vinir fengu að fagna með drengjunum. 

Þeir voru gífurlega fallegir, fengu fullt af pökkum, nóg að mat og drykkjum.


Mikið rosalega var ég nú stolt af sæta stráknum mínum sem gerði sér nú lítið fyrir og þeir báðir og kláruðu á 3 árum. Oh ég var smá öfundsjúk - þrái þessa fallegu húfu. 


Dagurinn var æðislegur! fengum fallegt veður og var yndislegt að fá að fagna með strákunum ásamt fjölskyldunni :) 

Jæja, aftur að lærdómnum - fyrsta prófið á miðvikudaginn, veii..

Vonandi hafið þið það sem best elsku vinir